Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
fjölga flugum og ökstrum
5.3.2009 | 13:09
Breyttir tímar?
21.10.2008 | 12:05
Ég man umræðuna dagana og vikurnar eftir 11. september 2001. Þá horfðu margir með bjartsýni á breytta heimsmynd. Nú myndu samskipti austurs og vestur gjörbreytast og það til hins betra. Áherslan yrði á að bæta samskipti á milli trúarhópa og menningarheima. Aukin virðing og auðmýkt hins vestræna heims í garð annarra heimshluta. Þá var vissulega tækifæri til slíkrar byltingar. En hún varð fljótt að engu. Þvert á móti.
Nú aftur, í kjölfar hruns fjármálakerfisins, hefur mörgum verið tíðrætt um þá breyttu tíma sem það mun hafa í för með sér. Að nýr þankagangur muni ráða sér til rúms. Nýfrjálshyggjan hefur fallið um sjálfa sig, segja menn, lok bandarísks kapítalisma! Nú taki við tímar félagslegrar samkenndar, umhverfisverndar, sjálfbærrar þróunar og efnahagslegrar naumhyggju.
Ég er ekki svo bjartsýnn. Jú, vissulega stöndum við nú aftur á tímamótum, þar sem ofangreind gildi gætu svo sannarlega orðið ofan á. En það er ekki sjálfgefið. Vitanlega verður breyting á því neyslumynstri sem verið hefur ráðandi undanfarin ár, en fyrst og fremst vegna þess að við höfum einfaldlega ekki efni á því lengur. Hvað verður þegar ástandið tekur að skána á ný? Þegar við höfum náð að byggja upp efnahag landsins á ný? Því við munum líklega ná því furðu fljótt. Á ekki sama neysluhyggjan bara eftir að skjóta rótum á ný? Sama kaupæðið, sama græðgin, nema kannski í eitthvað smækkaðri mynd?
Það er a.m.k. ekki sjálfsagt mál að annað verði ofan á. Nema að við hlúum sérstaklega að þeim gildum. Og nú er tækifærið til þess. Á næstu árum. Í kreppunni, lægðinni. Á meðan tálsýnir og draumahallir ná ekki að villa um fyrir okkur. Nú, sem aldrei fyrr, er nauðsyn að þær raddir fái að hljóma sem áður voru hjóm eitt í góðærinu. Röfl bindindismannsins í neyslufylleríinu. Nú þarf að skipta úr röfltóninum í uppbyggilega jafningjafræðslu.
Er tími frjálshyggjunnar liðinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðtengingarháttur
7.10.2008 | 14:25
sú hætta er raunveruleg, góðir landsmenn, að íslenska þjóðarbúið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot."
sú hætta er raunveruleg að íslenska þjóðarbúið sogist með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin verði þjóðargjaldþrot."
(Vi står over for den mulighed, at den nationale økonomi suges ind i den globale bankkrises dyb, og at nationen kan ende med at gå bankerot,")
(breytt í: Vi stod over for den mulighed, at den nationale økonomi ville blive suget ind i den globale bankkrises dyb, og at nationen endte med at gå bankerot)
Afhverju er "myndi sogast" eitthvað meiri viðtengingarháttur en "sogist"?
Munurinn hér er skilyrðissetningin "Ef allt færi á versta veg" sem vantar, ekki viðtengingarháttinn.
Mín slappa dönskukunnátta segir mér að suges sé þarna í viðtengingarhætti, leiðrétti mig þeir sem vita betur. Kan ende er svo sem ekkert síðra en endte. Merkingin er svipuðu. Þarna er ákveðin óvissa á ferð, eitthvað sem getur gerst eða gæti gerst.
Menn ættu að kynna sér aðeins málfræði áður en þeir fara að gaspra svona.
Leiðrétti fréttir danskra fjölmiðla af bankakreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varaforsetaefni?
20.8.2008 | 12:24
Hvur skyldi verða fyrir valinu?
Evan Bayh?
Joseph Biden?
Kathleen Sebelius?
eða kannski
Hillary Clinton?
Nja varla...
Ástir og örlög í ráðhúsinu
19.8.2008 | 12:31
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.8.2008 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meirihluti?
19.8.2008 | 11:55
Hvergi í sveitastjórnarlögum er talað um að virkur meirihluti þurfi að fara með stjórn borgarinnar. Það kemur heldur ekki fram í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Sú þörf, sem ég hef heyrt endurtekið talað um, að mynda starfhæfan meirihluta, virðist því alls engin skylda borgarfulltrúa heldur eingöngu hefð.
Það er eingöngu talað um að oddviti sveitastjórnar (forseti borgarstjórnar) þurfi að fá meiri hluta atkvæða í borgarstjórn. Hins vegar fái enginn einn meiri hluta atkvæða er kosið um þá tvo sem flest fengu atkvæðin. Fái hvorugur þeirra meiri hluta atkvæða nær sá kjöri sem flest hlýtur atkvæðin. Meirihlutinn er því óþarfur.
Sú leið að tveir eða fleiri flokkar komi sér saman um að myndar meirihluta er því aðeins til að tryggja að koma sínum fulltrúum í embætti og einhverjum sinna málefna á dagskrá. Vel má vera að þetta sé þægilegasta leiðin og tryggi ákveðinn stöðugleika innan borgarstjórnar. En eins og mál voru komin í borgarstjórn Reykjavíkur má spyrja sig hvort ekki hefði bara verið rétt að sleppa meirihlutamyndun og að hver borgarfulltrúi væri, eins og lög gera ráð fyrir, ekki bundinn neinu nema eigin sannfæringu. Auðvitað er eðlilegt að borgarfulltrúar starfi samkæmt stefnu þess flokks sem þeir eru fulltrúar fyrir enda líklegt að sannfæring einstaka borgarfulltrúa sé svipuð og stefna flokksins.
Það hefði verið spennandi að sjá hvernig slíkt fyrirkomulag hefði reynst og ábyggilega gengið betur ofan í borgarbúa sem langþreyttir eru á þessu pólitíska drullumalli sem hrært hefur verið saman undanfarna mánuðina.
En þessu liði er of umhugað um völd til að láta á það reyna að ná kjöri í embætti með óbundnum kosningum innan borgarstjórnar. Það er náttúrlega bara naív að láta sig dreyma um svona hluti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)