Viðtengingarháttur

„sú hætta er raunveruleg, góðir landsmenn, að íslenska þjóðarbúið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot."

„sú hætta er raunveruleg að íslenska þjóðarbúið sogist með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin verði þjóðargjaldþrot."

(„Vi står over for den mulighed, at den nationale økonomi suges ind i den globale bankkrises dyb, og at nationen kan ende med at gå bankerot,")

(breytt í: Vi stod over for den mulighed, at den nationale økonomi ville blive suget ind i den globale bankkrises dyb, og at nationen endte med at gå bankerot) 

 

Afhverju er "myndi sogast" eitthvað meiri viðtengingarháttur en "sogist"?

Munurinn hér er skilyrðissetningin "Ef allt færi á versta veg" sem vantar, ekki viðtengingarháttinn.

Mín slappa dönskukunnátta segir mér að suges sé þarna í viðtengingarhætti, leiðrétti mig þeir sem vita betur. Kan ende er svo sem ekkert síðra en endte. Merkingin er svipuðu. Þarna er ákveðin óvissa á ferð, eitthvað sem getur gerst eða gæti gerst.

 Menn ættu að kynna sér aðeins málfræði áður en þeir fara að gaspra svona. 


mbl.is Leiðrétti fréttir danskra fjölmiðla af bankakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og fram kemur í bloggi Hjartar er víst ekki um það að ræða að viðtengingarhátt vanti í dönsku þýðinguna, eins og missagt er á vefsíðu KOM. Í umfjöllun á vefsíðunni er því miður almennt röng merking lögð í hvað felst í viðtengingarhætti. Það breytir því hins vegar ekki að í upphaflegri þýðingu Ritzau á ummælum Geirs var enn sterkar til orða kveðið en hann í raun gerði. Það hefur Ritzau viðurkennt með því að senda út leiðréttingu. KOM er að sjálfsögðu skylt og rétt að benda á þessi mistök í málfræðilegri greiningu sinni og biðst velvirðingar á þeim. Leiðrétting er þegar komin upp á vefsíðu KOM.

Eiríkur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Hjörtur Einarsson

Þá verður þetta eins rétt og unnt er :)

Hjörtur Einarsson, 7.10.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband