Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Varaforsetaefni?

Mér skilst að það megi vænta tíðinda í dag af kosningabaráttu Obama. Menn leiða líkum að því að hann tilkynni um varaforsetaefni jafnvel á næstu klukkustundum (Þegar fer að morgna á austurströnd Bandaríkjanna). Spennandi ef satt reynist.

Hvur skyldi verða fyrir valinu?

Evan Bayh?
Joseph Biden?
Kathleen Sebelius?

eða kannski

Hillary Clinton?

Nja varla...

Ástir og örlög í ráðhúsinu

Það er eins og að fylgjast með spennandi sápuóperu að lesa fréttir úr ráðhúsinu. Ólafur genginn aftur í Frjálslynda flokkinn. Segir að þetta hafi verið eina leiðin fyrir hann að eiga séns á að ná aftur kjöri í borgarstjórn. Það er kannski rétt mat hjá honum. Þessi eina von er hins vegar ákaflega lítil að mínu mati. Miðað við kjörsókn í fyrra þarf um 4000 atkvæði til að ná manni inn í borgarstjórn. Ég trúi bara ekki að svo margir finnist sem vilja kjósa F-listann eftir tvö ár.

Meirihluti?

Í kjölfar þessara pælinga sem laust niður í huga okkar feðga um svipað leyti:

Hvergi í sveitastjórnarlögum er talað um að virkur meirihluti þurfi að fara með stjórn borgarinnar. Það kemur heldur ekki fram í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Sú þörf, sem ég hef heyrt endurtekið talað um, að mynda starfhæfan meirihluta, virðist því alls engin skylda borgarfulltrúa heldur eingöngu hefð.

Það er eingöngu talað um að oddviti sveitastjórnar (forseti borgarstjórnar) þurfi að fá meiri hluta atkvæða í borgarstjórn. Hins vegar fái enginn einn meiri hluta atkvæða er kosið um þá tvo sem flest fengu atkvæðin. Fái hvorugur þeirra meiri hluta atkvæða nær sá kjöri sem flest hlýtur atkvæðin. Meirihlutinn er því óþarfur.

Sú leið að tveir eða fleiri flokkar komi sér saman um að myndar meirihluta er því aðeins til að tryggja að koma sínum fulltrúum í embætti og einhverjum sinna málefna á dagskrá. Vel má vera að þetta sé þægilegasta leiðin og tryggi ákveðinn stöðugleika innan borgarstjórnar. En eins og mál voru komin í borgarstjórn Reykjavíkur má spyrja sig hvort ekki hefði bara verið rétt að sleppa meirihlutamyndun og að hver borgarfulltrúi væri, eins og lög gera ráð fyrir, ekki bundinn neinu nema eigin sannfæringu. Auðvitað er eðlilegt að borgarfulltrúar starfi samkæmt stefnu þess flokks sem þeir eru fulltrúar fyrir enda líklegt að sannfæring einstaka borgarfulltrúa sé svipuð og stefna flokksins.

Það hefði verið spennandi að sjá hvernig slíkt fyrirkomulag hefði reynst og ábyggilega gengið betur ofan í borgarbúa sem langþreyttir eru á þessu pólitíska drullumalli sem hrært hefur verið saman undanfarna mánuðina.

En þessu liði er of umhugað um völd til að láta á það reyna að ná kjöri í embætti með óbundnum kosningum innan borgarstjórnar. Það er náttúrlega bara naív að láta sig dreyma um svona hluti.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband